Grindvíkingum var spáð góðu gengi fyrir tímabil en þegar liðið á tvo leiki eftir er liðið 5 stigum fyrir ofan fallsæti, búið að spila leik meira en flest lið. Von um umspilssæti um sæti í efstu deild er nánast úr sögunni.
„Það kom mér ekkert á óvart að Þróttararnir skildu vinna. Fyrir mér er ekkert nema sanngjarnt að Grindavík falli úr þessari deild. Það er eina liðið sem mér finnst eiga það virkilega skilið,“ segir Mikael, sem er þjálfari KFA í 2. deild, í Þungavigtinni.
Brynjar Björn Gunnarsson tók við sem þjálfari Grindavíkur af Helga Sigurðssyni fyrr í sumar og gengið batnaði til að byrja með.
„Það komu smá dauðakippir eftir að þeir skiptu um þjálfara. En liðið er á mjög vondum stað og búið að vera á í allt sumar.“
Mikael var spurður að því hvort hann teldi Brynjar rétta manninn í starfið. „Það er eitthvað mikið meira að í Grindavík en það,“ svaraði hann.
Þetta var annar skellur Grindavíkur á skömmum tíma en a dögunum tapaði liðið 5-1 fyrir Fjölni.
„Það sýnir á hvaða stað liðið er, mjög slæmum stað.“