Markvörðurinn Dean Henderson er mættur til Crystal Palace en félagið keypti hann frá Manchester United.
Hinn 26 ára gamli Henderson er uppalinn hjá United en hefur aldrei tekist að vera aðalmarkvörður. Á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Nottingham Forest.
Nú er hann hins vegar farinn endanlega frá United.
Palace greiðir United 15 milljónir punda auk 5 milljóna síðar meir. Henderson gerir fimm ára samning á Selhurst Park.
Hann er þriðji leikmaðurinn sem Palace verslar í sumar á eftir þeim Jefferson Lerma og Matheus Franca.
Now calling at: Crystal Palace 🚉
Welcome, @deanhenderson ❤️💙
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) August 31, 2023