fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Félagaskiptaglugganum skellt í lás í kvöld – Fáðu öll tíðindin á einum stað

433
Föstudaginn 1. september 2023 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er komið að því. Félagaskiptaglugginn í helstu deildum Evrópu lokar í kvöld og félög þurfa því að hafa hraðar hendur á markaðnum.

Það má búast við að fjöldi leikmanna færi sig um set í dag, líkt og venjan er á þessum degi.

Glugginn lokar klukkan 22 að íslenskum tíma.

Hér munu helstu félagaskiptafregnir dagsins birtast í lifandi uppfærslu:

21:55 Tíðindi eru það, Mason Greenwood er orðinn leikmaður Getafe. Meira hérna

21:47 Arsenal búið að selja Holding til Palace. Meira hérna

21:35 Odysseas Vlachodimos er mættur til Nottingham Forest. Markvörðurinn kemur frá Benfica fyrir um 8 milljónir punda.

21:34 Arsenal lætur Lokonga fara til Luton. Meira hérna

21:30 Amrabat er orðinn leikmaður Manchester United. Meira hérna

21:25 Johnson búinn að skrifa undir hjá Tottenham. Meira hérna

21:11 Kolo Muani er mættur til PSG. Alvöru upphæð. Meira hérna

20:49 – Barcelona staðfestir komu Cancelo. Meira hérna

19:49 – Gravenberch er búinn að skrifa undir hjá Liverpool. Meira hérna

18:40 – Joao Felix er orðinn leikmaður Barcelona. Meira hérna

18:17 Greenwood í veseni – Búið að loka glugganum á Ítalíu. Meira hérna

17:06 Nottingham staðfestir komu Hudson-Odoi. Meira hérna

16:40 Manchester United staðfestir komu Jonny Evans á samningi út tímabilið. Meira hérna

16:25 – Divock Origi fyrrum framherji Liverpool er að ganga í raðir Nottingham Forest

16:24 Stuðningsmenn Liverpool þurfa ekkert að óttast þrátt fyrir ótrúleg tíðindi frá Þýskalandi. Meira hérna

16:04 – Palhinha var mættur til Þýskalands en hann fer ekki í Bayern. Meira hérna

15:45 Sádarnir eru nú að undirbúa 200 milljóna punda tilboð í Salah. Lesið meira hérna.

15:13 – United staðfestir komu Reguilon til félagsins. Meira hérna

14:32 Atletico Madrid er að reyna að fá Pierre Højbjerg á láni frá Tottenham.

14:31 Sheffield Utd hefur fengið James McAtee á láni frá Manchester City út tímabilið.

14:05 Southampton hefur komið í veg fyrir að Che Adams fari til Wolves á láni. Til stóð um tíma að framherjinn framlengdi samning sinn við Southampton um eitt ár og myndi svo fara á láni með 15 milljóna punda kaupskildu. Það stefnir ekki í að verði af skiptunum og verður Adams því áfram í ensku B-deildinni.

13:20 Neal Maupay er á leið til Brentford á láni frá Everton. Lánið mun innihalda kaupmöguleika

13:20 Tottenham og Nottingham Forest hafa náð samkomulagi um kaup fyrrnefnda félagsins á Brennan Johnson. Spurs greiðir 45 milljónir punda fyrir þjónustu Johnson og mun hann skrifa undir fimm ára samning.

12:39 Ansu Fati er genginn í raðir Brighton á láni frá Barcelona.

12:39 Sofyan Amrabat er á leið í læknisskoðun hjá Manchester United. Hann kemur á láni með kaupmöguleika frá Fiorentina. Nánar hér.

11:45 Liverpool er búið að hafna 100 milljóna punda tilboði frá Sádi-Arabíu í Mohamed Salah. Nánar hér.

11:11 Randal Kolo Muani mun ganga í raðir PSG frá Frankfurt í dag. Hann hefur verið orðaður við Parísarliðið í allt sumar og verður nú keyptur á 90 milljónir evra.

10:51 Miðjumaðurinn Joao Palinha er á leið til Bayern Munchen frá Fulham á um 55 milljónir punda. Hann fer í læknisskoðun í dag og skrifar svo undir fimm ára samning.

10:51 Það er útlit fyrir að Sofyan Amrabat fari frá Fiorentina til Manchester United í dag. Miðjumaðurinn hefur verið orðaður við enska félagið í allt sumar. Nánar hér.

10:51 Ibrahim Sangaré er á leið til Nottingham Forest frá PSV. Um er að ræða 25 ára gamlan miðjumann sem Forest greiðir um 32 milljónir punda fyrir.

10:51 Bayern Munchen á í viðræðum við Chelsea um að fá Trevoh Chalobah á láni.

9:55 Fulham er að kaupa Alex Iwobi frá Everton. Nánar hér.

9:21 Manchester City hefur staðfest komu Matheus Nunes frá Wolves. Nánar hér.

9:07 Brennan Johnson færist nær því að ganga í raðir Tottenham frá Nottingham Forest.

9:07 Nuno Tavares er genginn í raðir Nottingham Forest á láni frá Arsenal. Forest greiðir 1 milljón punda fyrir lánið en hefur möguleika á að kaupa bakvörðinn á 12 milljónir punda næsta sumar. Upphæðin gæti þá hækkað í 15 milljónir punda.

9:06 Manchester United hefur fest kaup á markverðinum Altay Bayindir frá Fenerbahce. Nánar hér.

7:28 Jóhann Berg og félagar í Burnley eru að fá Mike Tresor frá Genk. Um er að ræða 24 ára gamlan kantmann sem getur einnig spilað framarlega á miðjunni. Hann er nú í læknisskoðun.

7:28 Davy Klaasen, fyrrum leikmaður Everton, er að ganga í raðir Inter frá Ajax. Hann mun skrifa undir tveggja ára samning.

7:28 Ryan Gravenberch er mættur til Liverpool þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir fimm ára samning. Enska félagið er að kaupa hann af Bayern Munchen fyrir 40 milljónir evra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool