fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Erum við að borða erlent lambakjöt í mötuneytum og á veitingahúsum?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 21:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anton Kristinn Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ, telur að sporna þurfi við innflutningi á lambakjöti hingað til lands. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísir.is í dag.

Anton skrifar:

„Inn­flutn­ing­ur á lamba­kjöti hef­ur færst í vöxt á und­an­förn­um árum og er það bæði selt í mat­vöru­versl­un­um hér­lend­is og einnig á veit­inga­markaði, meðal ann­ars mötu­neyt­um og veit­inga­hús­um. Færst hef­ur í vöxt að minni kjötvinnsl­ur kaupi slík­ar afurðir og end­ur­selji á veit­inga­markaði, þíði kjötið sem kem­ur frosið til lands­ins, leggi í krydd­lög og selji svo til stór­eld­húsa og mat­vöru­versl­ana.

Slíkt at­hæfi get­ur verið afar vill­andi fyr­ir neyt­end­ur, þar sem pakkn­ing­ar sem er­lenda lamba­kjötið eru í eru oft á tíðum með ís­lensk­um fánarönd­um eða alla­vega ís­lenskt nafn á kjötvinnsl­unni.“

Hann segir að fólk geti ekki verið visst um að kjötið sem það snæðir sé íslenskt:

„Þú, sem neyt­andi, get­ur ekki verið þess full­viss þegar þú borðar á veit­inga­húsi eða í mötu­neyti á þínum vinnustað að lamba­kjötið sé frá Íslandi. Þetta er sá veru­leiki sem við búum við í dag.“

Anton bendir á að á tímabilinu júlí 2022 til febrúar 2023 hafi verið flutt inn hátt í 15 tonn af kinda- eða geitakjöti og kom það mestmegnis frá Spáni. Hann segir að hækka þurfi tafarlaust tolla á innflutt lambakjöt tli að verja íslenska bændur sem berjist í bökkum:

„Með því að setja skorður á inn­flutn­ing­inn og hækka vernd­artolla stuðlum við sem þjóð að betri starfs­skil­yrðum bænda og vinn­um mark­visst að því að tryggja sjálf­bærni og um leið fæðuör­yggi ís­lensku þjóðar­inn­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð
Fréttir
Í gær

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér
Fréttir
Í gær

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða
Fréttir
Í gær

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?