fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Saka stjórn VM um spillingu – „Hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna er bitbein milli manna. Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður félagsins, og Þorsteinn Ingi Hjálmarsosn, fyrrerandi stjórnarmaður, fara hörðum orðum um stjórn félagsins í aðsendri grein á Vísir.is í dag. Saka þeir stjórnina um spillingu og óeðlilega meðferð fjármuna. Einnig gagnrýna þeir stjórnina harðlega fyrir að hafa ekki svarað bréfi frá tíu félagsmönnum:

„Þó ítrekað hafi verið kallað eftir því hefur stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna ekki svarað skriflegum fyrirspurnum tíu félagsmann sem sendar voru á stjórn 03. 11. 2022.

Það er áhyggjuefni að stjórn félagsins skuli ekki bera þá virðingu fyrir félagsmönnum að svara þeim skriflega eins og þessir tíu félagsmenn fóru fram á þegar þeir sendu fyrirspurnir sínar á stjórn félagsins. Gera stjórnarmenn VM sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og fyrir hverja þeir eru að vinna?

Áttum okkur á því að við erum að tala um stéttarfélag sem er eign félagsmanna og allt á að vera opið og upp á borði og spurningum félagsmanna á að svara um gjörðir formanns og stjórnar.

Auðvitað getur formaðurinn ekki svarað, það vita þeir sem hafa farið yfir málin, því allt það sem hann hefur framkvæmt á bak við stjórn og fengið stjórn til að samþykkja er þess eðlis að hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu.

Getur siðleysið orðið verra þegar svona vinnubrögð eru ástunduð í verkalýðsfélagi af formanni og stjórn sem telur sig hafna yfir að þurfa að svara félagsmönnum en geta á sama tíma gagnrýnt aðra í samfélaginu.

Sami formaður er að gagnrýna aðra fyrir sínar misgjörðir og að þær hafi afleiðingar sem miðstjórnarmaður í ASÍ með því að samþykkja að ASÍ segði upp viðskiptum við Íslandsbanka.

Verður siðleysið og hræsnin meiri, hafa menn enga sómatilfinningu?“

Núverandi formaður VM er Guðmundur Helgi Þórarinsson. Þetta er ekki fyrsta pillan sem fyrrverandi formaður, Guðmundur Ragnarsson, sendir á hann. Í mars á þessu ári sá Guðmundur Helgi sig knúinn til að svara og segir meðal annars í þessari grein:

„Í nýlegri grein sem birtist á Vísi veður Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, fram með stóryrðum og staðlausum fullyrðingum um félagið. Hann sakar stjórnendur þess um að brjóta lög ítrekað varðandi meðferð á fjármunum félagsins og gerir aukið samstarf VM við önnur félög tortryggilegt.

Það er sorglegt að sjá fyrrverandi formann VM ráðast ítrekað á félagið sitt með gífuryrðum. Þær fullyrðingar sem hann setur fram núna eru sömu fullyrðingar og formaðurinn fyrrverandi notaði í kosningabaráttu sinni fyrir ári síðan. Þeim var svarað þá, en það er kannski ágætt að svara þeim aftur hér.

Meðferð félagsins á fjármunum er í fullu samræmi við lög félagsins, en þar segir: „Stjórnin sér til þess að skipulag og starfsemi félagsins sé í góðu horfi og í samræmi við lög félagsins. Hún ber ábyrgð á fjárreiðum og eignum félagsins og sér til þess að fjármál félagsins séu jafnan í góðu horfi. Stjórnin tekur allar meiriháttar ákvarðanir sem snúa að fjármálum.“ Guðmundur er því ekki aðeins með alvarlegar ásakanir við mig, heldur stjórnina alla og starfmenn félagsins.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti