Liverpool hefur náð samkomulagi við Bayern Munchen um kaup á Ryan Gravenberch. David Ornstein á The Athletic greinir frá.
Hollenski miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Liverpool undanfarið og hann vill sjálfur komast á Anfield.
Liverpool greiðir Bayern 40 milljónir evra fyrir hann.
Gravenberch flýgur til Englands í kvöld og gengst undir læknisskoðun á morgun áður en hann skrifar undir langtímasamning.
Gravenberch kom til Bayern frá Ajax fyrir ári síðan en fékk fá tækifæri og vill helst komast annað til að spila.