fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Styrkir til tannréttinga nær þrefaldast frá og með morgundeginum

Eyjan
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 15:12

Frá undirritun samningsins í júlí

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrkir til tannréttinga munu nær þrefaldast frá og með morgundeginum, 1. september.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að með samningi Sjúkratrygginga Íslands og tannréttingasérfræðinga sem undirritaður var í lok júlí hafi skapast forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Auk samningsins mun reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, taka gildi á morgun, en hún  kveður á um breytta greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna tannréttinga í samræmi við samninginn.

Samningurinn er til þriggja ára og tekur til tannréttingaþjónustu á stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Með samningnum er fylgt eftir markmiðum ríkisstjórnarinnar um að draga úr kostnaði sjúkratryggðra vegna heilbrigðisþjónustu. Meðal annars er kveðið á um samstarfsnefnd sem stuðlar að auknu samstarfi og samtali milli hagaðila og tekur á álitamálum sem upp koma varðandi framkvæmd samningsins. Jafnframt er kveðið á um virka þátttöku í þróun stafrænna lausna, nýrrar tækni og nýsköpunar sem leiðir til aukinnar hagkvæmni og gæða í þjónustu.

„Styrkur til meðferðar í bæði efri og neðri góm hækkar úr 150.000 kr. í 430.000 kr og styrkur vegna tannréttinga sem krefjast einungis meðferðar í efri eða neðri gómi hækkar úr 100.000 kr. í 290.000 kr. Styrkir til tannréttinga hafa staðið óbreyttir frá árinu 2001 og því er afar ánægjulegt að geta tekið þetta mikilvæga skref samhliða gildistöku samnings um tannréttingar sem var forsenda þess að hægt var að hækka styrkina. Með hækkun styrksins erum við að draga úr greiðsluþátttöku almennings og jafna aðgengi að þjónustunni,“ segir í færslu heilbrigðisráðherra á Facebook um tímamótin nú fyrir stundu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi