fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Gylfi Þór ánægður með að hafa skrifað undir – „Mín fyrstu kynni eru að þetta er vinalegt fjölskyldufélag“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyngby hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins en hann skrifar undir eins árs samning við danska félagið.

Þar með er endurkoma þessa magnaða knattspyrnumanns staðfest

„Ég hef átt mörg góð samtöl við fólkið hjá félaginu, það er ekkert leyndarmál að ég á mjög gott samband við Frey. Ég hef líka rætt við Alfreð Finnbogason sem er góður vinur minn, hann sagði mér mikið frá félaginu, stemmingunni og liðinu sjálfu. Freyr og Alfreð tala vel um félagið, ég get skilið af hverju þeir hafa svona mikið að segja,“ segir Gylfi og heldur áfram.

Gylfi lék síðast með Everton en samningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið rann út síðasta sumar.

„Mín fyrstu kynni að Lyngby eru að þetta er vinalegt fjölskyldufélag, það er góð stemming í kringum liðið. Ég hef fengið góðar móttökur í hópnum og þeir virka frábærir. Þetta er hópur í góðu jafnvægi, ég er ánægður að vera hérna.“

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en í liðinu eru einnig Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen.

„Ég vona að ég geti nýtt hæfileikana mína og reynslu. Það er ungir leikmenn hérna og vonandi getum við lært af hvor öðrum og komist lengra.“

„Ég hef heyrt af þessum frábæru stuðningsmönnum hérna og ég er spenntur að hitta þá og spila fyrir framan þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“