Nýliðar Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni hafa fengið vinstri bakvörðinn Luke Thomas á láni frá Leicester.
Hinn 22 ára gamli Thomas hefur ekkert spilað með Leicester í B-deildinni á þessari leiktíð og er lánaður til Sheffield United út þessa leiktíð.
Kappinn vonast til að fá meiri spiltíma þar á þessu tímabili og er þetta einnig tækifæri til að spila í úrvalsdeildinni.
Sheffield United hefur verið í bakvarðavandræðum vegna meiðsla og því kærkomið að fá Thomas.
Sheffield United er án stiga eftir þrjár umferðir í úrvalsdeildinni.
Welcome to United, Luke Thomas! ⭐️⚔️
The defender joins on a season-long loan from Leicester City.#SUFC 🔴
— Sheffield United (@SheffieldUnited) August 31, 2023