Eden Hazard er afar óvænt með tilboð á borðinu frá ónefndu skosku félagi. AS á Spáni segir frá þessu.
Samningur hins 32 ára Hazard við Real Madrid rann út fyrr í sumar. Hann hafði verið hjá félaginu í fjögur ár og óhætt er að segja að hann hafi valdið vonbrigðum.
Kappinn hefur verið orðaður hingað og þangað, til að mynda við félög í Sádi-Arabíu.
Samkvæmt nýjustu fréttum er hins vegar félag í Skotlandi sem sýnir honum áhuga en ekki kemur fram hvaða félag það er.
Það eru aðeins nokkur ár síðan Hazard var á mála hjá Chelsea og með betri leikmönnum heims en fallið hefur verið hátt.