Matheus Nunes verður leikmaður Manchester City síðar í dag en Evrópumeistararnir greiða 53 milljónir punda fyrir kappann.
Eyðsla City fer því yfir 200 milljónir punda og verður í heildina 216 milljónir punda þetta sumarið.
Josko Gvardiol, Mateo Kovacic og Jeremy Doku hafa allir komið til liðsins í sumar og núna bætist Nunes við.
Eyðslan hjá City er þó ekki mikil ef mið er tekið af því að félagið hefur selt leikmenn fyrir meira en 170 milljónir punda í sumar.
Cole Palmer er að fara til Chelsea í dag á 45 milljónir punda, áður hafði félagið selt Riyad Mahrez, Aymeric Laporte og James Trafford.
Að auki hefur City fengið veglegar greiðslur fyrir klásúlu í leikmönnum sem félagið hafði áður selt. Má þar nefna Romeo Lavia sem Chelsea keypti frá Southampton.
#MCFC £53m move for Matheus Nunes will take spending to around £216m this summer. More than £170m of that sum will have been recouped through sales & sell ons once Palmer £45m move to #CFC goes through. Raised £16.8m in sell ons on Porro & Lavia alone. Circa £45m net spend ATM
— James Ducker (@TelegraphDucker) August 31, 2023