Sveinn Aron Guðjohnsen framherji Elfsborg er mögulega á leið til Þýskalands en fjölmiðlar þar í landi segja frá áhuga.
Hansa Rostock hefur áhuga á að kaupa íslenska framherjann en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.
Sveinn Aron hefur átt fína spretti í Svíþjóð á þessu tímabili og skorað sex mörk fyrir Elfsborg sem situr í efsta sæti deildarinnar.
Sveinn sem er 25 ára gamall hefur leikið á Ítalíu og í Danmörku áður en hann var keyptur til Svíþjóðar fyrir tveimur árum..
Sveinn á að baki 20 landsleiki fyrir Ísland en faðir hans er hinn magnaði, Eiður Smári Guðjohnsen.