fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Leikstjóri Friends opnar sig um leikkonuna sem erfiðust var í samstarfi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Friends þáttana eru meðvitaðir um að auk aðalleikaranna sex þá voru fjölmargir gestaleikarar sem léku í þáttaröðunum sem urðu alls tíu, sumum brá stutt fyrir meðan aðrir voru viðloðnir marga þætti.

Margir stórleikarar voru gestaleikarar og má meðal annars nefna Ben Stiller, Brad Pitt, Bruce Willis og Robin Williams. 

Leikstjórinn James Burrows greindi nýlega frá því hverjum gestaleikaranna honum hefði fundist langerfiðast að vinna með og er það leikkonan Helen Baxendale. Ástæðan? Burrows fannst hún einfaldlega ekkert fyndin.

Baxendale lék Emily Waltham í 14 þáttum, en Waltham var kærasta og væntanleg eiginkona vinarins Ross, leikinn af David Schwimmer. Ástæðan fyrir að Baxendale stoppaði stutt við í þáttaröðinni skrifast meðal annars á það að hún átti von á fyrsta barni sínu með eiginmanninum Davið L. Williams. 

Emily og Ross

Burrows segir frá Baxendale í nýrri ævisögu sinni, Directed by James Burrows, þar sem hann rifjar upp þáttinn, The One with All the Rugby:

„Hún var fín, en alls ekki fyndin. Schwimmer hafði engan sem gat leikið með honum. Svipað eins og að klappa bara með annarri hendi. Í grínþáttaröðum og hvers kyns rómantískum gamanmyndum er fyndni jafn mikilvæg og kemestría milli leikara. Við áttuðum okkur á því að sérhver ný kærasta Ross þurfti að vera jafn fyndin og Rachel,“ segir Burrows.

„Oft er ekki tími til að velja annan í hlutverk vegna þétts tímaramma og skilafrests eða annarra skipulagslegra sjónarmiða. Þú ræður engan sem þú sérð að verður hálfglataður, nema það sé fyrir einn þátt.“

Leikstjórinn útskýrði frekar hvernig þarf að ráða leikara í gamanþætti: „þú þarft einhvern sem fær aðra til að hlæja.“ Stundum er einhver ráðinn sem gengur ekki upp svo viðkomandi er látinn fara. Hins vegar ef þetta gengur upp og það er kemestría á milli leikara þá verða handritshöfundar að finna leiðir til að halda leikaranum inni.“

Aðdáendur almennt sáttir með Baxendale

Þrátt fyrir að Burrows hafi ekki verið hrifinn af Baxendale þá voru aðdáendur þáttanna almennt sáttir með hennar frammistöðu, þó að flestir hafi ávallt haldið í vonina að Rachel og Ross myndu finna ástina milli hvors annars að nýju.

Baxendale lék í nokkrum breskum sjónvarpsþáttum eftir hlutverk sitt í Friends og hún hefur margoft rætt tíma sinn þar með mikilli ánægju og vísaði einu sinni til Friends sem „súrrealískt lítið kjaftæði“ í lífi sínu.

Þegar hún ræddi við The Mirror árið 2012 sagði hún: „Ég lít á þetta sem undarlega súrrealískan tíma í lífi mínu næstum eins og draum.“

Hún talaði vel um Friends leikarahópinn „Þau voru öll mjög fín og fagmenn. Við vorum samt aldrei frábærir félagar. Fólk býst við því vegna þess að þættirnir hétu Friends (Vinir) að allir hafi verið miklir vinir, en leikararnir voru alvöru fagmenn. Þeir höfðu gert þetta í mörg ár og ég var ein af mörgum gestastjörnum sem komu fram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir