fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Óánægja með fyrirætlanir um aukinn viðbúnað Bandaríkjamanna við Sólvallagötu

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 11:30

Myndin er samsett. Skjáskot ja.is/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska sendiráðið á Íslandi hefur sótt um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að gera ýmsar breytingar á húseign sinni við Sólvallagötu 14, í vesturbæ Reykjavíkur, en ætlunin er að húsið verði nýtt sem bústaður sendiherra Bandaríkjanna hér á landi.

Meðal breytinga sem óskað er eftir að gera er að reisa öryggisgirðingu inn á lóð hússins, meðfram lóðamörkum aðliggjandi lóða, og að byggja vaktskýli fyrir öryggisgæslu í suðvestur horni lóðarinnar. Hafa þessar hugmyndir hlotið nokkra gagnrýni meðal Reykvíkinga.

Aðrar breytingar sem Bandaríkjamenn óska eftir að gera á húsinu er að byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi, og byggja ofan á bílskúr, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið.

Samkvæmt fasteignaskrá var húsið að Sólvallagötu 14 byggt árið 1928. Það er 538,8 fermetrar að stærð ef 35 fermetra geymsla, sem bætt var við húsið árið 2019, er talin með.

Bandaríska sendiráðið keypti húsið árið 2021 fyrir 450 milljónir króna. Það var áður í eigu Andra Más Ingólfssonar, fyrrum eiganda flugfélagsins Primera Air og ferðaskrifstofunnar Heimsferða, og eiginkonu hans Valgerðar Franklínsdóttur. Þau keyptu húsið árið 2016 en í fréttum mbl.is árið 2018 kom fram að Andri hefði fært eign hússins alfarið yfir á Valgerði.

Húsinu var áður skipt í fjórar íbúðir en hjónin sameinuðu þær og stóðu fyrir umfangsmiklum framkvæmdum þar sem húsið var mikið endurnýjað að innan- og utanverðu. Þar að auki var lóðin mikið endurnýjuð. Hjónin voru ekki með lögheimili í húsinu heldur nýttu það aðallega sem dvalarstað þegar þau voru stödd hér á landi en eftir því sem best er vitað er aðal heimili þeirra í Sviss.

Agli líst ekkert á hugmyndir um vaktskýli

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason tjáir sig um áform Bandaríkjamanna, á Facebook-síðu sinni og líst ekki vel á þau:

„Einu sinni bjó til þess að gera venjulegt fólk í þessu húsi. Svo var það gert upp til að vera villa fyrir auðmenn. Nú á að breyta því í virki. Þetta er mitt gamla hverfi. Ég get ekki ímyndað mér að íbúarnir séu ánægðir með framkvæmdirnar.“

Í athugasemdum við færslu Egils eru mörg sem tjá einnig ónægju sína. Meðal athugasemda eru eftirfarandi:

„Vonandi verður þessari umsókn hafnað.“

„Þvílík skelfing.“

„Við erum með hervirki í Laugarneshverfinu. Ameríska sendiráðið. Byggt nýtt fyrir nokkrum árum í íbúðahverfi.“

„Auðvitað á að breyta þessu aftur í 4 íbúðir – þétting byggðar – og ég veit að nágrannar á Sólvallagötu mundu óska þess heitt. En ráða peningarnir og völdin?“

Það var eirikurjonsson.is sem greindi fyrst frá þessum fyrirætlunum Bandaríkjamanna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu