Fylgjendur hans hafa beðið lengi eftir að sjá breytinguna, sem er gífurlega eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
Á myndinni til vinstri má sjá hvernig hann leit út áður en hann lagðist undir hnífinn, þá hafði hann aðeins fengið sér fylliefni í varir, kinnar og kjálka.
Á myndinni til hægri má sjá hvernig hann lítur út í dag, eftir að hafa lagst ítrekað undir hnífinn og nú síðast nokkrar stórar aðgerðir á sama tíma.
Hann birti fleiri myndir á Instagram af nýja andlitinu.
Levi hefur verið duglegur að leyfa aðdáendum að fylgjast með bataferlinu undanfarnar vikur en það hefur verið langt og strangt.
Í viðtali árið 2019 sagði Levi að hann hafði fyrst byrjað að hugsa um að breyta útliti sínu þegar hann var sextán ára.
„Ég byrjaði að fylla í varir mínar þegar ég var átján ára og þarna byrjaði þetta allt saman,“ sagði hann.