Harry Maguire fyrrum fyrirliði Manchester United heldur sæti sínu í enska landsliðinu þrátt fyrir að spila ekki neitt.
Gareth Southgate mun síðar í dag tilkynna nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki.
Maguire hefur ekki spilað eina mínútu á þessu tímabili en United reyndi að selja hann í sumar en það án árangurs.
Maguire var sviptur fyrirliðabandinu hjá United í sumar en Southgate og hann hafa átt afar náið samband sem skilar sér í því að Maguire er í hópnum.
Ljóst er þó að Maguire verður að spila eitthvað með United á þessu tímabili til að halda sæti sínu í landsliðinu sem fer á Evrópumótið næsta sumar.
EXCLUSIVE! Harry Maguire is in Gareth Southgate's England squad which will be announce later today #mufc
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) August 31, 2023