Fiorentina hefur samþykkt tilboð frá Nottingham Forest í Sofyan Amrabat miðjumann félagsins.
Manchester United hefur í allt sumar verið orðað við Amrabat en ekki getað keypt hann.
Forest bauð 17 milljónir punda í kappann sem er þó sagður ætla að hafna því að fara til Nottingham.
Amrabat er 27 ára gamall miðjumaður sem var frábær með Marokkó á HM í Katar á síðasta ári.
Búist er við að United reyni að klófesta Amrabat áður en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.
🚨🚨🌕| NEW: Nottingham Forest have agreed a £17m plus add on fee with Fiorentina for #mufc target Sofyan Amrabat. The player however has rejected them. [@AlfredoPedulla] pic.twitter.com/C2yNZdfL86
— centredevils. (@centredevils) August 30, 2023