fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Segir hinn kyssandi forseta vera „heltekinn af völdum, munaði, peningum og konum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. ágúst 2023 06:34

Kossinn umdeildi sem skók heimsbyggðina Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll spjót hafa staðið á hinum umdeilda forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, síðan að hann tók upp á því að kyssa Jenny Hermoso. leikmann spænska landsliðsins, beint á munninn án samþykkis þegar Hermoso tók við gullverðlaununum sínum á HM kvenna í Ástralíu.

Athæfið og eftirmálar þess hafa vakið gríðarlega athygli og berst Rubiales nú fyrir lífi sínu sem forseti knattspyrnusambandsins en mikil pressa er á honum um að segja af sér.

Heromoso steig fram skömmu eftir athæfið og sagði að brotið hefði verið á henni og kossinn ekki verið með samþykki hennar. Allir spænsku heimsmeistararnir standa með henni í baráttunni og hafa sagst ekki ætla að spila aftur fyrir landsliðið ef Rubiales stígur ekki til hliðar. Fór svo að  FIFA úrskurðaði forsetann  í 90 daga bann fyrir athæfið, sem margir töldu banabita hans í embættinu, en Rubiales stóð áfram keikur og lét ekki undan.

Tilbúin til að deyja fyrir son sinn

Þá hefur móðir Rubiales sömuleiðis vakið heimsathygli fyrir uppátæki sitt en hún læsti sig inni í kirkju í Malaga vegna meintra nornaveiða gagnvart syni sínum og sat þar í  hungurverkfalli í þrjá sólarhringa. Að endingu var hún flutt á spítala eftir að hafa fallið í yfirlið en hún hefur sagst vera tilbúin að deyja í baráttunni fyrir son sinn.

Ýmislegt hefur gengið á síðustu daga en til að mynda var í vikunni birt myndband af Hermoso í liðsrútu spænska liðsins þar sem hún virtist hlægja af kossinum og slá á létta strengi. Var myndbandið vatn á myllu þeirra sem standa með forsetanum en sá hópur hefur meðal annars haldið því fram að Rubiales sé fórnarlamb öfgafemínista sem séu að reyna að klekkja á honum. Hafa stuðningsmenn Rubiales haldið því fram að Hermoso hafi samþykkt kossinn og að leikmaðurinn komi hreint fram og viðurkenni það. Sjálfur hefur Rubiales sent myndbandið á FIFA til þess að verja málstað sinn en talsmenn hans hafa einnig gefið það í skyn að önnur gögn séu til, þar á meðal samtöl milli Rubiales og Heromoso.

Þarf endurmenntun varðandi framkomu gagnvart konum

En það virðist ekki ríkja einhugur innan nánustu fjölskyldu Rubiales þó móðir hans standi með honum fram í rauðan dauðann. Í gær birtist eldfimt viðtal við náfrænda Rubiales, Juan Rubiales Lopez, í spænska blaðinu El Confidencial. Sagði Lopez þar í viðtalinu að frændi sinn þyrfti að fara í endurmenntun varðandi framkomu gagnvart konum og sagði að hann væri „heltekinn af völdum, munaði, peningum og konum“.

Sagði hann flesta í fjölskyldu sinni styðja málstað Jenny Hermoso og að heiður Rubiales fjölskyldunnar væri undir. Kemur fram í viðtalinu að illdeilur logi innan fjölskyldunnar og að foreldrar Rubiales hafi lokað á alla þá sem að ekki styðja son þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna