fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Talinn hafa myrt konu sína og tvö ung börn þeirra áður en hann svipti sig lífi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 20:00

Witek og synir hennar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis á mánudag fannst fjögurra manna fjölskylda stungin til bana á heimili þeirra á Upper West Side í New York í Bandaríkjunum. Lögreglan hefur staðfest að hin látnu eru Edison Lopez, 41 árs, Aleksandra „Ola“ Witek, fertug, og tveir synir þeirra, Lucian, þriggja ára, og Calvin, eins árs.

Talsmaður lögreglunnar greinir frá því við People að parið hafi verið með stungusár á hálsi, eldri sonurinn  stungusár á búknum og yngri sonurinn með stungusár víða á líkama hans. Lopez fannst látinn í svefnherberginu og Witek á gangi íbúðarinnar. Öll voru úrskurðuð látin á vettvangi, en fjölskyldumeðlimir þeirra hafa sagt fjölmiðlum að þeir telji að verknaðurinn hafi verið framinn deginum áður. 

Rannsóknin er enn í gangi hjá lögreglu, sem telur að um sé að ræða morð og sjálfsvíg. Lögreglan lagði hald á þrjá hnífa í íbúðinni og segir engin merki um að einhver hafi brotið sér leið inn í íbúðina og enginn miði fannst á vettfangi.

Sáu Witek látna inn um gat á hurðinni

Edison ólst upp í íbúðinni sem er á fjórðu hæð byggingarinnar og tók við sem umsjónarmaður byggingarinnar af föður sínum Mario. Faðir hans og Lukas bróðir Witek komu á heimili fjölskyldunnar á mánudag eftir að hafa ekki heyrt í parinu síðan á sunnudagsmorgun. Boruðu þeir gat á útidyrahurð íbúðarinnar og eftir að hafa gægst í gegnum gatið og séð Witek liggja í blóði sínu hringdu þeir á lögreglu. „Við sáum þau inni, þau voru látin, hvernig sem það gerðist,“ segir Mario og segir hann að engin merki hafi verið um að einhver vandræði eða erfiðleikar væru hjá parinu.

„Spurðu vini þeirra, þau voru mjög róleg og jafnlynd bæði. Oft speglast vandamál hjá foreldrum í hegðun barna þeirra. Amma þeirra, konan mín, sá um börnin og við sáum engin merki um slíkt.“

Nágranni parsins, Jeff Kimmel sagði við NBC New York að hann hefði þekkt Lopez fjölskylduna í meira en tvo áratugi og „alltaf talið að þau væru mjög gott fólk.“ Annar nágranni sagði við fréttastöðina að Edison hefði alltaf verið með börnunum sínum og virtist vingjarnlegur.

Söfnun var sett af stað á GoFundMe á þriðjudag til að aðstoða fjölskyldu Witek við kostnað útfarar hennar og sona hennar. Þar er Witek lýst sem stoltri pólski móður en hún starfaði áður sem leikskólakennari. Á síðunni kemur fram að fjölskylda hennar hafi óskað eftir að lögregla myndi kanna heimilisaðstæður og velferð Witek og barnanna eftir að Witek hætti að svara símtölum og sms-um frá fjölskyldunni og mætti ekki á fyrirfram ákveðna viðburði með fjölskyldunni.

„Ola var ótrúlega ástrík og dugleg heimavinnandi móðir tveggja ungra sona sinna. Þar sem hún vann áður sem kennari í borginni lagði hún þekkingu sína og ástúð í uppeldi drengjanna, en þeir bjuggu yfir ríkri gleði, forvitni og hamingju með bræddi hjörtu ástvina þeirra og vina. Ola deildi menningu heimalands síns og tungumáli með sonum sínum, sem elskuðu að leika með leikföngin sín, sögustund með mömmu og voru tvö yndisleg börn allra sem elskuðu þá.“

Í þessari frétt er fjallað um sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“