Gunnleifur Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson koma nýir inn í þjálfarateymið hjá meistaraflokki kvenna hjá Breiðabliki og munu stýra liðinu út leiktíðina ásamt Ólafi Péturssyni og Önu Cate sem fyrir voru í teyminu.
Ásmundur Arnarsson var rekinn úr starfi þjálfar aí gær.
Kristófer Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfari óskaði eftir því í gær að láta af störfum og við því var orðið.
Gunnleif þarf vart að kynna, hann spilaði með Breiðabliki, 2013-2020 og var fyrirliði liðsins frá árin 2016. Undanfarin ár hefur hann sinnt þjálfun hjá Breiðabliki á öllum stigum allt frá 8. flokki til 2. flokks.
Kjartan Stefánsson hefur víðtæka reynslu af þjálfun en hann hefur á undanförnum árum þjálfað bæði Fylki og Hauka í meistaraflokki kvenna. Kjartan mun að loknu tímabilinu hjá Breiðabliki taka við þjálfun Augnabliks kvenna en samkomulag um þá ráðningu lá þegar fyrir.