fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Lækna-Tómas og Rán gefa út dagatal gegn hvalveiðum – Fyrsta upplag seldist strax upp

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 17:52

Tómas og Rán Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var gefið út veggspjald sem Rán Flygenring teiknari hannaði, en veggspjaldið ber heitið Rán gegn rányrkju. Útgefandi veggspjaldsins er Tómas Guðbjartsson læknir og náttúruverndarsinni, sem jafnframt kostaði útgáfuna.

Við náttúruverndarsinnarnir höfum nú komið myndskýrslunni um hinar óskiljanlegu hvalveiðar í veggspjaldaform og má nálgast eintak með því að bomba skilaboðum á lækninn. Fyrir þessu er auðvitað ærið tilefni, því á föstudaginn má búast við að ákvörðunin um bann á hvalveiðum verði endurskoðuð. Hér er ekki bara líf einnar eða tveggja eða hundrað langreyða undir, heldur eiginlega spurningin: Trompa völd og auðmagn bara ALLT? Eða má annað skipta máli?“ segir Rán.

Tómas og Rán
Mynd: Facebook

Um er að ræða myndskýrslu í 33 myndum sem birtist fyrr í sumar á ýmsum vefmiðlum og hlaut verðskuldaða athygli. Þar útskýrir Rán í myndmáli fáránleika hvalveiða á Íslandi – með húmor og listfengar teikningar sínar að vopni. Myndskýrsluna má lesa hér.

Plakatið
Mynd: Facebook

Til stóð að prenta veggspjaldið aðeins í 100 eintökum á silkihúðaðan pappír, og er hvert eintak númerað og áritað af Rán. Hins vegar seldist upplagið upp á aðeins þremur klukkustundum og ákváðu Rán og Tómas því að láta þegar prenta fleiri eintök sem einnig verða númeruð og árituð. Veggspjaldið kostar 5.000 kr og rennur allur ágóði í sjóð til verndunar íslenska hvalastofnsins.

Má tryggja sér eintak með því að senda skilaboð á Facebook til Tómasar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy