fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Það sem átti að vera saklaust fjör breyttist í martröð

Fókus
Sunnudaginn 3. september 2023 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður viðurkennir að hafa gert stór mistök þegar hann sendi konu nektarmyndir af sér.

Vandamálið er tvíþætt, í fyrsta lagi er maðurinn giftur og í öðru lagi sætir hann nú fjárkúgun.

Hann útskýrir málið nánar í bréfi til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Það átti að vera saklaust fjör að skiptast á nektarmyndum við konu sem ég kynntist á netinu. En nú er hún að kúga fé úr mér og ég er dauðhræddur um að missa fjölskyldu mína. Ég er nú þegar búinn að senda henni rúmlega 90 þúsund krónur en hún vill meira.“

Maðurinn er 45 ára og eiginkona hans 42 ára. Þau hafa verið gift í tólf ár og eiga tvær dætur, tíu ára og átta ára.

„Ég vinn mikið og er því mikið að heiman. Ég var orðinn einmana og ákvað að skoða netspjöll og tala við ókunnugar konur. Ég vildi smá spennu í líf mitt,“ segir maðurinn.

„Ég byrjaði að tala við konu á þrítugsaldri. Við vorum að daðra og hún bað mig fljótlega um að senda sér nektarmynd. Ég var tvístigandi en hún sannfærði mig um að senda sér nokkrar myndir, sem ég gerði.

Nokkrum dögum seinna fékk ég skilaboð frá henni. Hún sagðist vita allt um mig, að ég væri giftur og ætti fjölskyldu. Hún krafðist þess að ég myndi leggja inn á hana 90 þúsund krónur, annars myndi hún senda konunni minni myndirnar. Ég lagði strax inn á hana og heyrði ekkert í henni í viku. Ég vonaði að þetta væri búið en hún sendi mér önnur skilaboð og vill núna rúmlega 165 þúsund krónur.

Ég sagðist ekki eiga svona háa fjárhæð inni á bankabók og hún sagði að ég hafi tvær vikur til að borga henni.

Ég er búinn að vera svo heimskur. Ég elska eiginkonu mína og fjölskyldu. Hvað get ég gert? Ég þarf nauðsynlega hjálp áður en ég missi enn frekari stjórn á aðstæðum.“

Deidre gefur manninum ráð.

„Það er ólöglegt að beita fjárkúgun, sama á við um að deila eða hóta um að deila nektarmyndum af annarri manneskju án leyfis. Ég skil hversu ógnvekjandi þetta er, en ekki láta hana fá eina krónu í viðbót. Hún mun bara biðja um meira og meira.“

Ráðgjafinn benti honum á hjálparsíma fyrir þolendur stafræns kynferðisofbeldis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum