Líf hjónanna Fiona og Michael Discomble breyttist til frambúðar í brúðkaupsferð þeirra til Grikklands árið 1994. Þá römbuðu þau fyrir tilviljun inn á nektarströnd og upp frá því urðu þau nektarsinnar. Fiona er í dag 54 ára og Michael 51 árs. Þau greina frá nektarlífi sínu á vefnnum Metro.
Hjónin upplifðu einstaka frelsistilfinningu á ströndinni í Grikklandi og eftir þetta ferðuðust þau til nektarstaða víðsvegar um heiminn, í karabíska hafinu, Bandaríkjunum og Tælandi.
Nektarlífsstíllinn hefur tekið sífellt meira rými í lífi þeirra og árið 2022 seldu þau heimili sitt og keyptu húsbíl sem þau ferðuðust á um Evrópu. Heimsóttu þau ýmsa nektarstaði í Frakklandi og á Spáni og lofa þau mjög fallega aðstöðu á slíkum stöðum og frjálslegt viðhorf til nektar í þessum löndum.
Fiona og Michael eru frá Bretlandi og segja að þar sé heldur kalt til að spóka sig nakin(n) utandyra. Auk þess sé miklu meiri tepruskapur gagnvart nekt ríkjandi á Bretlandi en til dæmis í suðurhluta Evrópu þar sem þau hafi átt ógleymanlegar stundir í nekt á meðal annarra nektarsinna. Á þessu ári gerðu þau sér lítið fyrir og festu kaup á húsbáti sem er sérstaklega ætlaður fyrir sumarleyfisdvalir nektarsinna. Báturinn er stór og tvískiptur, í öðrum hlutanum er heimili þeirra en í hinum er gistirými fyrir nektarsinna.
„Þegar gestir komað hingað til dvalar á bátnum þá gerum við allt fyrir þau,“ segir Fiona. Við förum með þau í siglingar til Bath og Bristol og eldum fyrir þau. Ég er nuddari og get boðið upp á nudd. Michael er lærður jógakennari og býður gestum upp á jógatíma.“
Um líf án fata og gildi þess segir Fiona meðal annars: „Ef ég hefði ekki tekið upp nektarlífsstíflinn þá væri ég ennþá feimin með líkama minn. Ég vildi að ég hefði haft sama sjálfstraustið fyrir nokkrum árum og ég hef núna. Það er gott að gera sér grein fyrir því að líkamar eru ekki fullkomnir. Við höfum öll ör sem segja sögu okkar, hvort sem þau hafa orðið til vegna barneigna, skurðaðgerða eða slysa.“
Sjá nánar á Metro.