Samkvæmt heimildum 433.is eru allar líkur á því að Gylfi Þór Sigurðsson verði kynntur sem leikmaður Lyngby á morgun.
Danskir fjölmiðlar sögu frá því í gær að Gylfi færi í læknisskoðun í dag og myndi svo skrifa undir.
Heimildarmaður 433.is segir að danska félagið muni kynna Gylfa á morgun en endurkoma þessa frábæra knattspyrnumanns nálgast.
Gylfi hefur verið í Kaupmannahöfn undanfarna daga og rætt við félagið um samning sem borið hefur árangur.
Gylfi hefur ekki spilað fótbolta í tvö og þarf líklega nokkrar vikur á æfingasvæðinu áður en hann verður leikfær.
Gylfi verður 34 ára gamall síðar á þessu ári en hann er einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands og besti landsliðsmaður sem Ísland hefur átt.