fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Hvað er best að drekka til að viðhalda góðu vökvajafnvægi – Svarið gæti komið þér á óvart

Pressan
Sunnudaginn 3. september 2023 19:00

Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar þorsti sækir að hvaða drykki skyldi þá vera best að drekka til að viðhalda góðu vökvajafnvægi í líkamanum. Heilsuvefur CNN er með svarið.

Það er vissulega hægt að fá sér vatnsglas en gamla góða vatnið er ekki sá drykkur sem er bestur fyrir vökvajafnvægið. Þetta hefur rannsókn á vegum St. Andrews háskóla í Skotlandi leitt í ljós. Í rannsókninni voru áhrif ýmissa drykkja á vöxvajafnvægi líkamans könnuð.

Niðurstöðurnar voru þær að vatn, hvort sem það er kolsýrt eða ekki, er nokkuð gott til að koma aftur á vökvajafnvægi í líkama sem tapað hefur vökva. Drykkir sem innihalda smáræði af sykri, fitu eða próteini viðhalda hins vegar vökvajafnvægi í líkamanum lengur en vatn gerir.

Orsakirnar eru viðbrögð líkamans við drykkjum. Hluti af því er magn vökva í viðkomandi drykk. Því meira sem þú drekkur því hraðar fer vökvinn úr maga þínum og í blóðrásina þar sem hann getur bætt vökvajafnvægið. En með meiri hraða á þessu ferli viðhelst vökvajafnvægið skemur.

Mjólkin er betri en vatnið

Annar þáttur sem hefur áhrif á hversu vel drykkur bætir vökvajafnvægi líkamans er næringarinnihald. Til dæmis leiddi rannsóknin í ljós að mjólk hefur enn betri áhrif á vökvajafnvægið en vatn. Það er sagt vera vegna laktósans, sem er einnig kallaður mjólkursykur, próteinsins og fitunnar í mjólkinni. Þetta allt hjálpar við að hægja á því að vökvinn fari úr maganum sem hefur þau áhrif að viðhalda vökvajafnvægi í lengri tíma.

Mjólk inniheldur einnig sódíum sem virkar eins og svampur og heldur vökva lengur í líkamanum.

Ekki kemur fram í umfjöllun CNN hvort að kannað hafi verið hvort mjólk án laktósa sé verri fyrir viðhald vökvajafnvægis líkamans.

Drykkir með meiri sykri, bæði viðbættum og frá náttúrunnar hendi, eins og t.d. ávaxtasafar og gos eru ekki eins góðir fyrir vökvajafnvægið og drykkir með minna sykurinnihaldi. Sykraðri drykkirnir eru reyndar lengur í maganum en þegar vökvi með hátt sykurinnihald fer úr maganum endar hann í smágirninu, til að leysa betur upp sykurinn, og það hefur ekki eins góð áhrif á vökvajafnvægi líkamans.

Ef fólki vantar vökva í líkamann er mælt með því að velja alltaf vatn frekar en gos. Vatnið er líka nauðsynlegt fyrir nýrun og lifrina en það hjálpar þessum líffærum að hreinsa eiturefni úr líkamanum.

Að halda góðu vökvajafnvægi í líkamanum heldur liðamótum vel smurðum, hjálpar við að forðast sýkingar og að flytja næringarefni til fruma líkamans.

Hversu góðu vökvajafnvægi tiltekinn drykkur kemur á skiptir þó ekki höfuðmáli fyrir fólk nema þá helst í aðstæðum þar sem um mikið vökvatap er að ræða eins og t.d. við íþróttaiðkun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið