Nýliðar Luton eru að sækja sér liðsstyrk fyrir áframhaldandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Teden Mengi er að koma frá Manchester United.
Mengi er 21 árs gamall miðvörður sem hefur spilað tvo leiki fyrir aðallið United.
Luton er að kaupa leikmanninn og mun hann fljótlega gangast undir læknisskoðun.
Mengi er uppalinn hjá United en hefur farið á láni til Derby og Birmingham.
Luton hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvaldseildinni til þessa.
Luton Town are set to sign Teden Mengi from Manchester United, deal agreed as @RyanTaylorSport reported. 🟠🤝🏻
Permanent transfer for Mendi who’s set to undergo medical tests soon. pic.twitter.com/DbzswNsZXm
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2023