„Hann þarf smá tíma. Ég veit að hann átti í vandræðum með fótinn á sér og fór til sjúkraþjálfara í Kaupmannahöfn.
Ef hann byrjar að spila fyrir Lyngby þarf ég að fylgjast með honum eins og öðrum leikmönnum. En ég er mjög ánægður með að hann sé hjá Lyngby því Freyr (Alexandersson) er að gera mjög vel þar. Hann hefur einnig þróað Kolbein Finnsson og Sævar (Atla Magnússon) í góða leikmenn,“ segir Hareide.
Gylfi er auðvitað ekki í hópnum fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM 2024 en nú er hann að mæta aftur á völlinn og aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni.
„Þetta gæti orðið góð byrjun fyrir Gylfa. Ég mun fylgja honum og sjá hvernig þetta þróast en það þarf ekki að spyrja að hæfileikum hans. Hann var frábær fótboltamaður og ég held hann verði það áfram.“