fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Hareide ræðir fjarveru stórra nafna – „Hringdi í hann og sagði honum að ég myndi velja leikmenn sem spila reglulega“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 11:45

Age Hareide landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír stórir póstar í karlalandsliðinu, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Sigurðsson og Birkir Bjarnason voru ekki valdir í hóp Age Hareide fyrir komandi leiki gegn Lúxemborg og Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM 2024. Hann var spurður út í fjarveru þeirra á blaðamannafundi í dag.

Aron og Arnór missa af leikjunum vegna meiðsla.

„Aron er meiddur á ökkla og Arnór var meiddur þegar hann yfirgaf landsliðið í júní. Hann hefur tekið þau meiðsli með sér inn í tímabilið. Ég hef talað við stjóra Blackburn, Jon Dahl Tomasson og hann er mjög leiður yfir því að vera án hans í byrjun tímabils,“ segir Hareide.

Birkir gekk í raðir Brescia á Ítalíu á dögunum frá Viking en hann hafði lítið spilað með norska liðinu.

„Birkir hefur ekki verið að spila reglulega svo ég hringdi í hann og sagði honum að ég myndi velja leikmenn sem spila reglulega og að ég þyrfti líka að sjá ný andlit. Þetta er mikilvægt til að stækka möguleika okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur