Leikur Ægis og Vestra í Lengjudeild karla á laugardag hefur verið færður inn í Kórinn vegna veðurs.
Það er spáð slæmu veðri á laugardag og fer leikurinn því fram klukkan 15 í Kórnum í Kópavogi.
Vestri er í fjórða sæti deildarinnar og í dauðafæri á að komast í umspil um sæti í Bestu deild að ári.
Ægismenn eru hins vegar langneðstir og þegar fallnir í 2. deild.