Breiðablik hefur selt Ágúst Orra Þorsteinsson til Genoa á Ítalíu. Skiptin hafa legið í loftinu en eru nú staðfest.
Ágúst er aðeins 18 ára gamall en hefur komið við sögu í átta leikjum Blika í Bestu deildinni í sumar.
Ágúst er U19 ára landsliðsmaður sem heillaði á Evrópumótinu í sumar.
Kappinn gekk í raðir Malmö í byrjun árs 2022 en sneri aftur heim í vetur.
Nú er hann mættur til Genoa, en þar er Albert Guðmundsson einnig á mála.
Ágúst Orri Þorsteinsson til @GenoaCFC
Síðasta vetur kom Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik frá Malmö FF og hefur staðið sig gríðarlega vel með Blikaliðinu í sumar ásamt því að hafa verið frábær með U19 ára landsliði Íslands.
Við Óskum Ágústi alls hins besta💚📷Morgunblaðið pic.twitter.com/uOgfMjkrxH
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 30, 2023