fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Hringdi í lögguna og hljóp uppi þjóf sem stal tveimur Mentos-pökkum – Reyndist hafa greitt fyrir vörurnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árvökull starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu taldi að fingralangur viðskiptavinur hafði stolið tveimur Mentos-pökkum. Starfsmaðurinn hringdi þegar á lögreglu og rauk til og hafði hendur í hári þjófsins. Þá kom í ljós að vinur umrædds viðskiptavinar hafði þegar greitt fyrir pakkana. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu nú í morgun en ekki kemur fram hvernig viðskiptavinurinn tók uppátækinu.

Þá hringdi illa áttaður einstaklingur í lögregluna því að viðkomandi fann ekki bíl sinn við Smáralind. Áður en lögreglan hafði haft ráðrúm til að aðstoða viðkomandi hringdi viðkomandi aftur og tilkynnti að bíllinn væri fundinn.

Því miður var nokkuð um að ökumenn væru teknir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum við aksturinn. Þá komu upp allnokkur tilvik vegna ölvaðra einstaklinga. Þannig hafði lögreglan afskipti af meðvitundarlausum manni í runna, sem reyndist afar ölvaður sem og tveimur sem sváfu ölvunarsvefni á gangstétt og í ísbúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?