USA Today stendur nú fyrir kosningu á vef sínum hvaða flugáhöfn er sú besta í heimi. 20 flugfélög eru á listanum og á Ísland fulltrúa, áhöfn PLAY.
Hægt er að kjósa daglega, einu sinni á dag, þar til kosningu lýkur mánudaginn 25. september á hádegi að bandarískum tíma (austurstrandar). Tíu efstu áhafnirnar verða tilkynntar föstudaginn 6. október.
Birgir Jónsson forstjóri PLAY er að vonum hæstánægður með sitt fólk og tilnefninguna:
„Ég er vel stoltur af samstarfsfólki mínu núna! Áhöfn PLAY fær hér tilnefningu í USA Today sem besta áhöfnin í háloftunum! Þegar þetta er skrifað er Play í fyrsta sæti í kosningunni og samkeppnin er mörg af stærstu og flottustu flugfélögum heims! Hvílíkir snillingar sem þetta fólk er allt saman!“