Djed Spence er að ganga í raðir Leeds á láni frá Tottenham.
Þessi 23 ára gamli bakvörður var keyptur til Tottenham frá Middlesbrough fyrir síðustu leiktíð en var í aukahlutverki.
Hann var sendur á lán til Rennes í Frakklandi seinni hluta síðustu leiktíðar.
Ljóst er að Spence mun ekki vinna sér inn sæti í liði Tottenham á næstunni og mun hann eyða þessari leiktíð á láni hjá Leeds í ensku B-deildinni.
Skiptin eru vel á veg komin og kappinn hefur þegar gengist undir læknisskoðun.
Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor en er aðeins með 5 stig eftir fjóra leiki í B-deildinni til þessa.
Djed Spence completes medical tests at Leeds United, loan move from Spurs set to be signed. 🟡🔵 #LUFC
Leeds will allow Cody Drameh to leave on loan or permanent transfer. Drameh won’t accept a new deal and the arrival of Djed Spence clears path for his move away.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2023