Veitingakeðjan Mandi hefur opnað nýtt útibú í Nýju hraðhöllinni hjá Orkunni við Hagasmára. Hinn nýi staður verður svokallur Express staður og verður opnaður formlega föstudaginn. 1. September. kl 11:00.
Í fréttatilkynningu segir að opnunartilboð verða boði í allan septembermánuð á Mandi Express í tilefni af opnuninni.
Mandi er í eigu Veitingafélagsins sem keypti félagið síðasta vetur og en félagið rekur einnig Hlöllabáta og Bankann Bistro í M osfellsbæ.
Þá hefur Samkaup einnig hafið sölu á vörulínu frá Mandi í verslunum keðjunnar en þar er í boði allt frá pizzum, hummus, falafel, hrísgrjónum, sósum og fleiri vörur.
Í Hraðhöllinni Hagasmára eru fyrir Hlöllabátar, Sæta Húsið, Vikinga pylsur og Nutri Acai.