Spænska knattspyrnuliðið Malaga hefur mátt muna sinn fífil fegri. Aðdáendur eru vægast sagt pirraðir en geta þó grínast með stöðuna.
Malaga er í dag C-deild en liðið var lengi vel í efstu deild og Evrópukeppnum.
Aðdáendur eru vægast sagt pirraðir og sérstaklega á því að félagið hafi ekki keypt leikmenn til að styrkja sig í sumar.
Til að mótmæla þessu mætti hópur stuðningsmanna á flugvellinn í Malaga og tók á móti ókunnugum túrista eins og hann væri nýr stjörnuleikmaður.
Þeir fögnuðu honum dátt og einn þóttist vera lífvörður hans.
Túristinn var vægast sagt hissa, eins og sjá má á meðfylfjandi myndbandi.