fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Jón Rúnar ræðir byltingarkennda framkvæmd í Kaplakrika – „Þess vegna trúum við því að þetta sé rétt skref“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH-ingar leggja nú lokahönd á nýtt hybrid-gras á æfingasvæði sínu í Kaplakrika. Þetta er fyrsta gras sinnar tegundar hér á landi og var Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH, eðlilega brattur fyrir þessu er hann ræddi við 433.is í dag.

Hybrid-gras er blanda af grasi og gervigrasi. Tíðkast það til að mynda hjá stórum liðum úti í heimi.

„Fyrir það fyrsta gefur þetta okkur miklu meiri og betri aðstöðu, fyrir alla flokka. Við teljum að við eigum eftir að spila lengur, í hvorn enda árs sem það er, á grasi en við gerum í dag. Við teljum okkur framleiða fótboltamenn þannig,“ segir Jón Rúnar.

En er stefnan á að leggja hybrid-gras á aðalvöll FH síðar meir?

„Til þess er leikurinn gerður. Við sjáum hvernig þetta kemur út og vonandi blessast þetta allt saman og verður eins og við sjáum fyrir okkur. Þá fer þetta á aðalvöllinn.“

video
play-sharp-fill

Jón Rúnar segir að fyrirmyndin komi frá félögum í Evrópuboltanum.

„Við erum ekkert alltaf að sækja vatnið yfir lækinn en í þessu höfum við fylgst vel með því. Þetta er okkar áhugamál og við höfum fylgst vel með þróuninni, séð hvað þetta getur gert. Þess vegna trúum við því að þetta sé rétt skref.“

Jón Rúnar var svo spurður út í kostnað verksins.

„Þessir 13 þúsund fermetrar hér kosta einhverjar 330-40 milljónir, með vaski.“

FH er þegar með þrjú knatthús á svæði sínu en Jón Rúnar segir mikilvægt fyrir iðkendur á öllum aldri að fá að æfa utandyra einnig.

„Það er skemmtilegra fyrir unga iðkendur að vera úti, finna graslyktina, renna sér í bleytunni. Hvað er betra?“ sagði Jón Rúnar léttur að lokum.

Viðtalið í heild er í spilaranum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
Hide picture