Manchester United og Marc Cucurella hafa náð munnlegu samkomulagi vegna hugsanlegra skipta leikmannsins á Old Trafford.
Cucurella er á mála hjá Chelsea en hann gekk í raðir félagsins frá Brighton í fyrra.
Spænski bakvörðurinn er hins vegar engan veginn inni í myndinni hjá Mauricio Pochettino og hefur ekki spilað mínútu á þessari leiktíð.
Talið er að hann fari á láni til United út komandi tímabil. Félögin eiga enn eftir að semja sín á milli en það er stórt skref að semja við Cucurella sjálfan.
Understand Manchester United have reached an agreement in principle with Cucurella on personal terms. Green light arrived on player side. 🚨🔴 #MUFC
Man United won’t negotiate for any other left back now — as they want to get Cucurella deal done with Chelsea ASAP. pic.twitter.com/ZNmvb3Sgou
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2023