fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Nútíma Rómeó og Júlía – Leyndu ástarsambandi sínu þar sem fjölskyldurnar voru samkeppnisaðilar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 22:00

Mynd: People

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta byrjaði á hefðbundinn hátt, strákurinn verður skotinn í stelpunni í næsta húsi, og öfugt, og þau fara á stefnumót, köttur úti í mýri, úti er ævintýri. 

Fyrir Alethea Roy og Paul Pawlowski sem búsett eru í New Jersey í Bandaríkjunum var þetta ekki alveg svo einfalt, að þeirra mati. Foreldrar þeirra ráku mótel á Jersey Shore, hlið við hlið, í góðri samkeppni við hvort annað og aðra á svæðinu.

Parið ákvað því að byrja að hittast í laumi svona ef sambandinu væri ekki ætlað að vera og skotið myndi kulna. 

„Við vildum ekki að það yrðu einhver leiðindi milli aðila,“ segir Pawlowski, sem er orðinn 37 ára gamall við People. „Við tókum samband okkar eitt skref í einu, þannig að ef þetta gengi ekki upp, þá yrðu engin illindi milli fjölskyldna okkar.“

„En sem betur fer var þetta sönn ást,“ segir Roy, 35 ára. Parið er nú gift og eiga þau 23 mánaða gamla dóttur, sem einhvern tíma mun erfa ein eða hlut í báðum fjölskyldumótelunum. 

„Við vorum alltaf góðir nágrannar og núna erum við fjölskylda,“ segir móðir Alethea, Melissa Roy.

Paul náinn vinur bróður og föður hennar

Alethea varði öllum sumrum sínum á V.I.P (Vacation In Paradise) mótelinu sem langamma hennar stofnaði árið 1964 og þrátt fyrir að heimili hennar væri í tíu mínútna fjarlægð þá svaf hún á mótelinu hjá afa sínum og ömmu flestar nætur. Árið 2001 keypti fjölskylda Paul mótelið við hliðina á, The Compass Family Resort. Í gegnum árin varð Paul náinn vinur bróður og föður Alethea,  þar sem þeir aðstoðuðu hver annan við viðgerðir eða lánuðu hluti milli mótela, eins og handklæði. 

Í desember 2007 lést amma Alethea í slysi, og niðurbrotin sótti hún til styrk til Paul sem hafði nokkrum vikum áður misst föðurbróður sinn úr krabbameini. Vetrinum vörðu þau í að spjalla, senda hvort öðru sms og kynnast betur. 

„Við vorum bæði enn að syrgja og reyna að komast yfir sorgina á sama tíma. Við áttum mörg löng símtöl, hún hleypti mér að sér og ég henni að mér,“ segir Paul. Þegar þau hittust svo um voruð þegar mótelin opnuðu fyrir sumarið kviknaði eitthvað milli þeirra og þau fóru á fyrsta stefnumótið í júní 2008, en héldu sambandinu fyrir sig í fyrstu.

„Við vorum að reyna að vera varkár vegna þess að við vildum ekki hoppa og geyst inn í samband eða byrja mjög fljótt að deita því við erum nágrannar og þetta hefði getað orðið algjört klúður. Þannig að við tókum þessu mjög hægt.“

Þau höfðu líka áhyggjur af því að styggja bróður Alethea, Roland Roy, þar sem hann var besti vinur Paul. „Í mörg ár var bróðir minn alltaf að segja: „Þú þarft að finna þér strák eins og Paul,“ en hann sagði aldrei að vera með Paul,“ rifjar Alethea upp.

Fjölskyldan hæstánægð að heyra af sambandinu

Í september var parinu ljóst að samband þeirra var ekki bara eitthvað sumarskot, þannig að þau sögðu fjölskyldum sínum frá sambandinu.

„Við vorum ánægð, þú sást það bara að það var eitthvað á milli þeirra. Þau eru fullkomin saman,“ segir Melissa móðir Altheu sem segist hafa séð eitthvað á milli þeirra löngu áður en parið byrjaði saman.

Þremur árum síðar flutti parið inn á mótel fjölskyldu Pauls. Í desember 2016 fór parið í heimsókn til Póllands til að heimsækja fjölskyldu Pauls. Á jóladag stóð Paul upp á heimili frænku sinnar í Varsjá og fór að tala á pólsku um mikilvægi fjölskyldunnar.

„Ég vissi ekki alveg hvað hann var að segja. Svo á einum tímapunkti byrjuðu allir að fagna og ég hafði ekki hugmynd um hverju fólk var að fagna.“  En þegar Paul fór á annað hnéð og spurði hvort hún vildi giftast honum, varð ljóst hverju fjölskyldan var að fagna. Parið gifti sig 29. desember árið 2018. Dóttir þeirra, Julianna Joanne, fæddist 10. september 2021.

Fastagestirnir kynnast næstu kynslóð

Hjónin segja að margir fastagestir mótelanna geti nú fylgst með dóttur þeirra stækka. „Þeir horfðu á Paul vaxa úr grasi. Þeir horfðu á mig vaxa úr grasi, nú geta þeir fylgst með dóttur okkar.“

Hjónin útbjuggu leikaðstöðu fyrir dótturina með því að fjarlægja risavaxið skrifborð af skrifstofu mótels fjölskyldu Alethea, grínast hjónin með að dóttir þeirra sé á launaskrá sem opinber móttökumanneskja mótelsins. „Við köllum hana „Umsjónarmanninn“, hún á meira að segja sína eigin litlu Dyson leikfangasugu,“ segir Alethea.

Þegar hún lítur til baka segir Alethea að samband hennar og Paul hafi alltaf verið ætlað að verða að veruleika.

„Við erum ástfangin og erum alltaf að styrkja samband okkar. Hjónaband okkar, samband okkar, það krefst vinnu. Auðvitað gerir það það. Það gerir það alltaf. En það er svo vinnunnar virði. Þetta er sönn ást. Og ég hafði aldrei ímyndað mér sanna ást fyrr en ég fann hana og upplifði hana sjálf. Örlögin leiddu okkur saman sem meira en nágranna, sem meira en vini.

Samband okkar, líf okkar saman, var fallegt áður. Og ég gat aldrei ímyndað mér að það yrði í rauninni mikið betra. Síðan eignuðumst við dóttur okkar og ég sá að ást okkar varð miklu meiri og betri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram