fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Ísold ákvað að finna sjálfa sig – Leitin landaði henni í norska hernum og loks til Flateyrar

Fókus
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísold Hekla Daníelsdóttir Apeland,  er ung kona sem átti erfitt með að finna sig eftir að hafa lokið menntaskóla í Noregi þar sem hún hafði varði meirihluta ævi sinnar, en hún er hálfur Norðmaður og hálfur Íslendingur. Hún ákvað því að prófa sig áfram, endaði með að ganga í norska herinn í eitt ár, tók smá rispu í háskóla og flutti loks til Íslands þar sem hún endaði í Lýðskólanum á Flateyri sem hún segir vera rétta staðinn fyrir ungmenni í leit að sjálfum sér. Hún deildi sögu sinni með Mumma Tý Þórarinssyni í Kalda pottinum á sviðinu í Gömlu Borg í Grímsnesi.

Krefjandi að vera í hernum

Ísold flutti til Noregs fjögurra ára gömul og varði þar næstu 17 árunum. Að menntaskóla loknum vissi hún ekki alveg hvað hún ætti að gera við sjálfa sig. Foreldrar hennar ákváðu þegar COVID skall á að flytja aftur til Íslands en Ísold var þó ekki tilbúin til að fylgja þeim eftir og endaði með að ganga í herinn og var þar næsta árið. áðu þau foreldrar mínir að flytja aftur heim til íslands þegar covid kom.

Ísold segir að það sé gífurlega krefjandi að vera í hernum, bæði líkamlega sem og andlega. Sem betur fer sé þetta þekkt staðreynd og hafi herinn mikið af sérhæfðum aðilum til að grípa hermenn og hjálpa þeim í gegnum hindranir og erfiðleika.

Hún segir að fyrir leitandi ungmenni sem var ekki búið að finna sig hafi eins verið frábært hversu strangt skipulag er í hernum.

„Kerfi þar sem maður vissi alltaf hvað maður átti að vera að gera.“

Hermönnum var sagt hvenær þær ættu að vakna, borða, sofa, æfa og svo framvegis. Það hafi næstum gengið svo langt að klósettferðirnar hafi verið skipulagðar.

Ísold, sem er skapandi og mikil listaspíra, segir að þetta hafi verið virkilega þægilegt því hún hafi ekki þurft að hugsa um neitt sjálf. Henni var bara sagt hvað hún ætti að gera og gerði það svo. Eftir ár var dvöl hennar í hernum lokið, en hún er þó ekki útskrifuð og gæti verið kölluð aftur inn í herinn ef þörf krefur, eða í eins konar varaliði. Það sé svo í Noregi að ungmennum sem hafa til þess heilsu, vammleysi, óflekkað mannorð og áfallalausa skólagöngu er boðið að koma og gangast undir próf til að geta gengið í herinn. Er þeim frjálst að þiggja boðið eða afþakka.

Í hernum er kennt að fara með vopn, hvernig skal bera sig að þegar verið er að gæta upp á eignir eða svæði, hvernig skuli haga sér í kringum aðila sem eru hærra settir, hvernig skuli heilsa að hermannasið, og svo framvegis og framvegis. Hluti af þessum æfingum fer fram utandyra í skóglendi þar sem Ísold segist hafa meðal annars þurft að dvelja í um viku við æfingar. Í raun hafi hersetan falið í sér mikla útivist og hreyfingu sem hafi verið ánægjulegt. Þar hafi hún eins kynnst spennandi fólki og fengið tækifæri til að læra nýja hluti. Ekki séu árin mörg síðan herinn fór í átak til að fá konur inn í frekari mæli og segir Ísold að hlutföllin séu nokkuð jöfn í dag.

Úr hernum yfir á Flateyri

Eftir að Ísold kláraði árið sitt í hernum ákvað hún að skrá sig í háskólanám en fann sig ekki þar. Námið krafðist mikils lesturs sem var ekki það sem Ísold vildi á þessum tíma. Hún var eins farinn að sakna foreldra sinna. Því pakkaði hún niður og flutti aftur heim.

Þar fór hún strax að vinna en var þó ekki ánægð og upplifði áfram að hún þyrfti að finna sig. Amma hennar hafði lengi gaukað að henni að skoða nám í Lýðskólanum á Flateyri og að lokum gaf Ísold undan og þegar Elísabet II Bretadrottning lét lífið í september á síðasta ári var Ísold stödd í bifreið á leið í Vestfjarðargöngin til að hefja skólagönguna og útskrifaðist samhliða því að Karl III Bretakonungur var krýndur í maí á þessu ári.

Hún segist fyrst og fremst hafa skráð sig til náms til að ná betri tökum á íslenskunni. Henni hafi gjarnan verið hrósað fyrir að ná íslenska hreimnum vel en hins vegar þótti henni vanta upp á orðaforða og fallbeygingu. Einkum vildi hún auka orðaforðann enda er hún ljóðræn og háfleyg og vildi geta tjáð tilfinningar og aðstæður með flóknari hugtökum en hún kunni skil á.

„Ég vildi læra íslensku því mér fannst vera svo mikill veggur milli mín og tilfinninga minna,“ útskýrir hún og nefnir sérstaklega að það hafi reynst henni erfitt að tjá tilfinningar og hugsanir við ömmu sína, sem talar hvorki norsku né ensku.“

Enginn Jante-lagabálkur á Íslandi

Aðspurð um hvort henni þyki mikill munur á íslensku og norsku samfélagi segir Ísold að hún upplifi Íslendinga sem opnari.

„Mér finnst eins og það sé meira opið, fólkið á Íslandi.“

Hún hafi verið aðflutt í litlum bæ þar og upplifað sig utanveltu. Fólk leit á hana sem aðkomumann og furðaði sig á íslenskum háttum hennar sem mörgum þótti jaðra við sýndarmennsku og látalæti.

Í Noregi ráða „janteloven“ eða lög Jante, ríkjum en í þeim felst að fólk á að setja hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og alls ekki monta sig af árangri eða öfunda aðra. Fólk eigi til dæmis ekki að líta of stórt á sig og aldrei hugsa að það sé betra, klárara, eða mikilvægara en náunginn.

Jantelögin eru gjarnan eignuð Skandinavíubúum eins og þeir leggja sig, en má rekja til bókar eftir bókar eftir danskan rithöfund sem skrifaði um ímyndaða danska smábæinn Jante og þær ströngu reglur sem bæjarbúar þurftu að fylgja. Þó er talið að bókin hafi verið ádeila á gildi sem þegar hafi verið ríkjandi í dönsku og norsku samfélagi. Ísold segist þó ekki finna fyrir þessum óskrifuðu reglum í íslensku samfélagi.

„Ég hef ekki fundið þetta á Íslandi“

Hér hafi ekki verið erfitt að komast inn í samfélagið og kynnast fólki. Í Noregi sé það nánast ógerningur fyrir útlendinga að eignast norska vini, sérstaklega þegar fólk talar ekki norsku.

Ísold segir svo að það sé algengur misskilningur að Norðmenn hafi ekki húmor. Þeir séu verulega fyndnir og komi það fram með ýmsum hætti svo sem hvernig þeir eigni sér norskan hreim eins og  Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, sýnir vel þegar hann talar ensku með áberandi syngjandi norskum hreim.

„Ég elska húmorinn í norsku sjónvarpi og uppistandi. Mér finnst Norðmenn ofboðslega fyndnir.“

Hlusta má á viðtalið við Ísold og fyrri þætti á tyr.is eða á Spotify.

Kaldi Potturinn er spjallþáttur þar sem Mummi fær til sín á sviðið heima alls konar fólk úr öllum kimum samfélagsins, með fjölbreytta lífsreynslu, djúpa sýn á tilveruna og sterkar skoðanir á lífinu. Fólk sem fer sínar eigin leiðir. Mummi hefur sjálfur sterkar skoðanir og er óhræddur við að tjá sig um hvað sem er, svo allt fær að flakka á sviðinu. Kaldi Potturinn hefur ekkert að fela.

Dagskrárgerð Kalda pottsins er í höndum Mumma og stjórn upptöku er í höndum Gunnars Bjarna en upptökur fara fram á heimili Mumma og eiginkonu hans, Þórunnar Wolfram, á Gömlu Borg í Grímsnesi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Í gær

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“