fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Hljólað í smekkskonuna Mörthu Steward eftir Íslandsheimsóknina

Fókus
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsstjarnan Martha Stewart skellti sér til Íslands um helgina, en hélt síðan í siglingu til Grænlands. Hún hefur fengið yfir sig töluverða gagnrýni fyrir að hafa greint frá því á Instagram að starfsmenn um borð í skipinu sem hún siglir með hafi náð í lítinn ísjaka sem var svo notaður til að kæla drykki farþeganna.

Sýndi hin 82 ára Martha svo drykkinn sem hún hélt á. Ekki voru fylgjendur ánægðir með þetta uppátæki og létu í sér heyra í athugasemdum og skömmuðu matreiðslustjörnuna fyrir að nota lítinn ísjaka til að kæla kokteill í ljósi þeirrar stöðu sem loftlagsmál eru í heiminum í dag.

„Elska þig man, en ég veit ekki hvort þú hafir frétt það en það er skortur á ísjökum,“ skrifaði einn.

„Martha – ísþekjurnar eru að bráðna, ekki setja þær í drykkinn þinn,“ skrifaði annar.

Einn notandi gekk svo langt að kalla framkomuna dónalegt dæmi um „efnað hvítt fólk sem drekkur ísjaka kokteilana sína á meðan plánetan logar,“ en það hátterni væri gott dæmi um forréttindablindu.

Aðrir gerðu létt grín að aðstæðum.

„Ef þú finnur ekki ferskan ísjaka fyrir kokteilinn þinn þá er í fínu lagi að kaupa slíkan í næstu verslun,“ skrifaði einni og vísaði til þess hvernig stjörnur í matreiðsluþáttum nota gjarnan kostnaðarsamar matvörur í eldamennskuna og benda áhorfendum á eitthvað ódýrara til að kaupa í staðinn.

Insider vekur athygli á því að skipið sem Martha ferðast með sé á vegum Swan Hellenic Cruises. Það fyrirtæki sé með sérstaka undirsíðu á vef sínum sem fjallar um sjálfbærni og hversu annt fyrirtækinu er um umhverfið og menningu. Eru siglingar sagðar sjálfbær leið til að skoða plánetuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Martha Stewart (@marthastewart48)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram