Nuno Tavares, bakvörður Arsenal, er á leið til Nottingham Forest eftir allt saman.
Kappinn var orðaður við Forest á dögunum en svo var greint frá því að slitnað hefði upp úr viðræðum á milli félaganna tveggja.
Viðræður fóru hins vegar aftur af stað og nú er samkomulag nánast í höfn.
Tavares fer til Forest á láni út þessa leiktíð en félagið hefur möguleika á að kaupa hann alfarið eftir það.
Leikmaðurinn hefur þegar samið um eigin kjör við Forest.
Tavares gekk í raðir Arsenal árið 2021 en virðist ekki vera inni í myndinni hjá Mikel Arteta. Hann var á láni hjá Marseille á síðustu leiktíð.
Forest er með 3 stig í ensku úrvalsdeildinni eftir tvo leiki. Liðið vann Sheffield United í síðustu umferð en hefði þar áður einmitt tapað gegn Arsenal.
Nottingham Forest, close to reaching an agreement for Nuno Tavares! Loan deal discussed with Arsenal after new round of talks 🚨🌳 #NFFC
It could be completed in 24h and it will include an option to buy clause.
Told Nuno already said yes after interest revealed two weeks ago. pic.twitter.com/gcYFi2l0wp
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2023