fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Tómas urðar yfir Óskar og hans menn: Gefur í skyn að hringt hafi verið í Gumma Ben til að bjarga sér fyrir horn – „Þeir voru bara sjálfum sér til skammar“

433
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum og sparkspekingur mikill, segir uppátæki Breiðabliks fyrir leikinn gegn Víkingi í Bestu deild karla á sunnudag hafa verið til skammar. Gagnrýnir hann Íslandsmeistarana harðlega.

Mikið fjaðrafok var í kringum leik Víkings og Breiðabliks sem fyrrnefnda liðið vann 5-3 í fyrrdag. Blikar vildu fá leiknum frestað í ljósi þess að liðið er í miðju einvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Kópavogsliðið vann fyrri leikinn gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag 0-1 og mætir þeim hér heima í seinni leiknum næstkomandi fimmtudag.

Víkingur var ekki til í að spila leikinn í landsleikjahléi og hendur KSÍ voru bundnar þar sem ekki var hægt að finna nýjan leikdag.

Blikar voru klárlega bálreiðir yfir því að leiknum hafi ekki verið frestað. Liðið mætti ekki í Fossvoginn fyrr en tæpum hálftíma fyrir leik í fyrradag og leikskýrslan barst seint. Þá notaði liðið ekki klefaaðstöðu í Víkinni heldur fór beint út á völl.

„Ég held að séu allir sammála um að þetta var fáránlegt. Þetta var óvirðing við mótið, óvirðing við andstæðing, óvirðing við sjónvarpið, þeir voru bara sjálfum sér til skammar. Þetta er þeirra ákvörðun og þeir gerðu þetta svona, allt í góðu. En hver tilgangurinn var, er ég enn að reyna að púsla því saman,“ segir Tómas í Innkastinu á Fótbolta.net um gjörning Blika fyrir leik.

Kaupir ekki ummæli Blika

Tómas kaupir engan veginn þá skýringu Blika að þeir hafi mætt seint til að verja meiri tíma á heimavelli sínum í Kópavogi fyrir leik.

„Það voru allir að reyna að ráða í hverju þeir voru að mótmæla. Var þetta gjörningur því KSÍ hjálpaði þeim ekki? Voru þeir að gefa skít í Víking fyrir að hafa ekki gengið að þeirra kröfum og spilað þennan leik í landsleikjafríinu? Það virtist líklegra miðað við viðtalið fyrir leik að það væri Víkingur. Eftir leik talar Óskar um að þeir vildu eyða meiri tíma í Kópavogi, sem er algjör þvæla sem var líka búið að skrifa ofan í þá leikmenn sem fóru í viðtal eftir leik.“

Í Innkastinu var einnig farið yfir þá skýringu sem barst í bæði Stúkunni á Stöð 2 Sport og hlaðvarpinu Þungavigtinni í gærkvöldi að Blikum hafi ekki þótt útiklefinn í Víkinni ásættanlegur þegar liðin mættust í fyrra og því hafi undirbúningurinn farið fram í Kópavogi. Tómas kaupir þetta ekki heldur.

„Síðan vaknaði Óskar í gærmorgun og fattaði að hann kom þessu kannski ekki nægilega vel frá sér. Þá fer næsta leikrit af stað og símatími í Kópavogi hefst. Gummi Ben er mættur með það í Stúkuna að hann hafi heyrt það fyrir löngu að Blikar hafi ekki ætlað að mæta í klefann í Víkinni því það var ekki rafmagn í honum þann 16. maí 2022. Detti mér allar dauðar lýs af höfði, er Kristján Óli ekki með sömu sögu, sama kvöld,“ segir hann.

„Óskar afvegaleiddi umræðuna enn frekar og skyndilega var klefinn ekki boðlegur. Ég ætla rétt að vona að fólk hafi fattað hvað var í gangi því línan var svo sannarlega laus í Kópavogi í undirbúningi fyrir þætti gærkvöldsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið

Karius ansi óvænt orðaður við stórlið