Félagaskiptaglugginn lokar á föstudag en ljóst er að margt og mikið getur gerst á síðustu dögum gluggans hjá Liverpool.
Liverpool er eitt þeirra liða sem er að leita að leikmönnum og þá sérstaklega er miðjumaður á listanum.
Ryan Gravenberch, Andre, Kalvin Phillips og fleiri eru á blaði en ekkert nafn virðist skothelt þessa stundina.
Nokkrir leikmenn gætu farið samkvæmt Sky Sports og þá í yngri kantinum, talið er að Nat Phillips gæti farið á láni.
Joe Gomez er svo efstur á óskalista Al Ittihad í Sádí Arabíu og er sagður möguleiki á því að Liverpool selji hann.