Ben Foster fyrrum markvörður Manchester United og fleiri liða segir komu David Raya til Arsenal skammarlega fyrir félagið.
Hann segir komu Raya aðeins verða til þess að Aaron Ramsdale verði stressaður og óöruggur í markinu.
„Ég hata þetta, þetta er skammarlegt. Þeir þurftu ekki að gera þetta,“ segir Foster sem er nú hættur í fótbolta.
Ramsdale gerði mistök í síðasta leik og er strax farið að ræða hvort Raya taki stöðuna gegn Manchester United á sunnudag.
„Arsenal vantaði ekki Raya, Ramsdale er frábær markvörður og hefur verið það í tvö ár hjá Arsenal.“
„Hann er á barmi þess að vera fyrsti kostur í mark Englands, hann er að nálgast Jordan Pickford. Þegar hann er með sjálfstraust, með traust þjálfarans, þá er hann einn sá besti í deildinni.“