fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Loka þurfti fyrir athugasemdir – „Ég er fegin að mamma og pabbi sáu þetta ekki“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 13:59

Saga B. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birti DV stutt viðtal við áhrifavaldinn og tónlistarkonuna Sögu B. Viðtalið vakti nokkra athygli og umtal en að endingu var tekin sú ákvörðun af ritstjórn DV að loka fyrir athugasemdir vegna virkilega andstyggilegra ummæla fullorðins fólks í garð áhrifavaldsins.

Saga B fór nýlega í varafyllingu en í gegnum árin hefur hún þurft að blása á þrálátar kjaftasögur um að hún hafi gengist undir fegrunaraðgerð á andliti. Hún ákvað því að vera opin og deila því með fylgjendum sínum á Instagram stuttu eftir að hún lét stækka varirnar.

Sjá einnig: Saga B lét loksins verða að því og stækkaði varirnar

Aðsend mynd.

Nokkrum klukkustundum seinna var lokað fyrir athugasemdir, bæði á vef DV og Facebook-síðu DV, því hátt í hundrað manns höfðu skrifað ljót ummæli um útlit Sögu B. Það er vert að taka fram að langflestir voru fullorðnir einstaklingar og stór hluti af þeim fjölskyldufólk.

Tónlistarkonan segir að athugasemdirnar hafi ekki haft áhrif á hana og sjálfsálit hennar, en hún hafi verið hrædd um að fjölskylda hennar myndi sjá þetta. „Ég er fegin að mamma og pabbi sáu þetta ekki, þau hefðu tekið þetta inn á sig,“ segir hún í samtali við DV.

„Það er með ólíkindum að fólk leyfi sér að tala svona um aðra opinberlega. Sumar athugasemdirnar voru um að ég sé slæm fyrirmynd, en hvers konar fyrirmynd er þetta fólk fyrir börnunum sínum og barnabörnum að tala svona um mig? Það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið hvað börn eru orðin orðljót við hvert annað, eins og á TikTok. En hvar eru börnin að læra þetta? Ég er handviss um að þau séu að heyra þetta heima hjá sér.“

Aðsend mynd.

Ekki alin svona upp

Saga B segir að hún sé ekki alin upp á slíku heimili, þar sem fólk leyfir sér að tala svona um annað fólk, hún komi frá heimili þar sem var talað fallega um náungann.

„Ég venjulega les ekki athugasemdir en kíkti aðeins á þetta og sá að það voru komnar yfir 80 athugasemdir á Facebook. Ég persónulega kippti mér ekki upp við þetta en var skíthrædd um að mamma og pabbi myndu sjá þetta.“

Hún nefnir eina athugasemdina sérstaklega, þar sem karlmaður vísaði niðrandi í ákveðna kynlífsathöfn.

„Á hann kannski dóttur? Myndi hann vilja að einhver myndi tala svona um hana? Eða að hún myndi sjá hann tala svona um unga konu? Ég trúi á karma og að þetta mun koma í bakið á þessu fólki.“

Skrifað til að særa

Saga B veltir fyrir sér tilganginum hjá fólki að skrifa svona athugasemdir og hún telur að hann hafi verið að særa.

„Þetta fólk var að vona að ég myndi lesa þetta og líða illa. En ég tók þetta ekki inn á mig, enda með þykkan skráp. Ég var aðallega bara hneyksluð að fólk skyldi láta svona út úr sér opinberlega og undir nafni,“ segir hún.

„Ég vona innilega að einstaklingur, sem höndlar þetta ekki, muni ekki lenda í þessu.“

Það eru ekki allir skrímsli á lyklaborðinu, en hún fékk einnig falleg skilaboð og stuðningsyfirlýsingar frá fólki. Einhverjir hafa einnig vakið athygli á málinu, eins og einn sem skrifaði á Facebook:

„Stúlka  fer í fegrunaraðgerð og ratar í fréttirnar. Fullorðið fólk keppist um að drulla yfir hana í athugasemdum, eflaust stútfullt af minnimáttarkennd og sjálfsfyrirlitningu, svo mikið að DV sér sig knúið til að loka fyrir athugasemdir.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“