Manchester United stendur til boða að fá danska miðjumanninn, Pierre-Emile Hojbjerg frá Tottenham. Sky Sports segir að viðræður séu farnar af stað.
Vitað er að Erik ten Hag vill bæta við miðjumanni í hóp sinn en Tottenham vill selja þann danska.
Ten Hag er sagður hrifin af tölfræði Hojberg sem var einn besti sendingamaður ensku deildarinnar á síðustu leiktíð.
Ange Postecoglou telur sig ekki hafa not fyrir þennan 28 ára gamla miðjumann sem United gæti skoðað að taka.
United þarf að selja leikmenn í vikunni til að styrkja hóp sinn en félagaskiptaglugginn lokar á fimmtudag.
Hojbjerg hefur verið lykilmaður hjá Tottenham undanfarin ár en með tilkomu Postecoglou í sumar hefur hann færst aftar í röðinni.