fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Jóhann ákærður fyrir að stofna lífi manna í hættu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. ágúst 2023 10:00

Jóhann Jónas Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. september næstkomandi verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur Jóhanni Jónasi Ingólfssyni, eiganda tveggja gjaldþrota byggingarfyrirtækja, Verktakar Já Art2b og Já, iðnaðarmenn, fyrir að hafa stofnað lífi manna í hættu með því að láta þá búa í iðnaðarhúsnæði í Þverholti 18 þar sem mikil eldhætta var.

Jóhann á að baki nokkra sakadóma. Árið 2021 var hann dæmdur í 11 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik og til greiðslu himinhárrar sektar til ríkissjóðs, yfir 100 milljónir króna. Hann var dæmdur fyrir fíkniefnasmygl og kynferðisbrot á tíunda áratug síðustu aldar.

DV greindi frá því í júlí 2018 að egypskur hælisleitandi hefði verið handtekinn eftir að hafa dregið upp hníf í húsnæðinu en hann taldi Jóhann hafa svikið sig um réttmætt laun. Hann freistaði þess að fá  launin greidd á skrifstofu fyrirtækisins en þegar það gekk ekki eftir þá dró hann vopnið á loft og hugðist leita hefnda.

Umrætt húsnæði  er við Þverholt 18

Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara bjuggu átta starfsmenn Jóhanns í húsnæðinu þar sem var íkveikjuhætta og ófullnægjandi brunavarnir. Í ákæru segir:

„…þegar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skoðaði eldvarnir hússins að beiðni lögreglu 6. júní 2018, komu meðal annars í ljós eftirtaldir gallar á brunavörnum; engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fullt hraðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óósættanlegt og skapaði eldhættu, auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu og aukin brunahætta var vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu. Með þessu stofnaði ákærði í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu þeirra manna sem búsettir voru í húsnæðinu í augljósan háska en í það minnsta  átta menn voru búsettir í húsnæðinu.“

Samkvæmt 4. málsgrein 220. greinar almennra hegningarlaga getur meint brot Jóhanns varðað allt að fjögurra ára fangelsi, en málsgreinin hljóðar svo:

„Fangelsi] 2) allt að 4 árum skal sá sæta, sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska.“

Jóhann hefur rekið nokkur fyrirtæki í þrot. Árið 2017 birtist frétt í DV undir heitinu Sviðin jörð Jóhanns í Já iðnaðarmönnum. Þar segir:

„Já iðnaðarmenn hafa komið að margs konar verktakastarfsemi undanfarin misseri. DV hefur heimildir fyrir því að margar kvartanir vegna starfseminnar hafi borist til eftirlitsaðila undanfarna mánuði. Þá hafi fyrirtækið verið kært til lögreglu vegna meints brots á iðnaðarlögum. Brotin felast í því að ófaglærðir starfsmenn hafi verið að sinna verkefnum sem þeir höfðu engin réttindi til að vinna.

Þess konar fúsk hefur orðið til þess að margir viðskiptavinir sitja eftir með sárt ennið eftir viðskipti sín við Já iðnaðarmenn. Þá hafa birgjar einnig orðið illa úti. „Ég er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár og ég hef aldrei kynnst öðrum eins siðblindingja,“ segir Ingólfur Steingrímsson, eigandi Kvarna ehf. Félagið leigir meðal annars út vinnupalla fyrir verktaka og hefur Ingólfur brennt sig á viðskiptum sínum við Jóhann. „Hann skuldar okkur tæplega sex milljónir auk þess sem hann er enn með palla fyrir um tvær milljónir króna. Þegar við höfum gengið á hann þá vísar hann bara á skiptastjóra þrotabúsins og virðist telja að málið komi sér ekki lengur við,“ segir Ingólfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi