Liverpool er að leggja áherslu á það að vera tilbúið með arftaka Mo Salah ef lið frá Sádí Arabíu kemur með tilboð sem ekki er hægt að hafna.
Segja ensk blöð í dag að Joao Felix sóknarmaður Atletico Madrid sé líklegur til að taka við af Salah.
Al-Ittihad ætlar að bjóða 128 milljónir punda í Salah og vonast til þess að slíkt geti freistað Liverpool til þess að selja.
Áhugi Al-Ittihad er að magnast og hafa fréttir um hann borist daglega núna undanfarna daga. Salah er 31 árs gamall en Liverpool hefur sagt frá því að hann sé ekki til sölu, svona tilboð og mögulegur áhugi Salah á að fara gæti breytt stöðu mála.
Felix var á láni hjá Chelsea á síðustu leiktíð en Atletico Madrid er tilbúið að selja hann fyrir 20 milljónir punda.