fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Drífa minnist Haraldar eiginmanns síns með ást og þakklæti – „Hugsaði um okkur fjölskylduna eins og gimsteina“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 28. ágúst 2023 22:00

Drífa og Halli á brúðkaupsdeginum í júní árið 2016. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Logi Hrafnkelsson lést af slysförum á Tenerife 6. febrúar 2022, 49 ára að aldri. Halli skildi eftir sig eiginkonu og fjögur börn, en fjölskyldan hafði árinu áður flutt á Costa Adeje svæðið á Tenerife, þar sem hjónin opnuðu kokteilbar auk þess að reka áfram fyrirtæki á Íslandi.

Halli hefði orðið 51 árs þann 23. ágúst og í einlægri færslu á Instagram minnist eftirlifandi eiginkona hans, Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir fjárfestir, Halla með ást og þakklæti fyrir tímann og lífið sem þau áttu saman.

„Ég var að skoða persónuleg samskipti á milli okkar og gamlar afmæliskveðjur og ég er svo þakklát fyrir hvað ég var dugleg að segja beint við hann hvað ég var þakklát og sjúk í hann alla daga. Samskipti okkar voru alltaf dramalaus og falleg og börnin okkar búa að því alla ævi að svona eigi samskipti milli hjóna að vera,“ segir Drífa.

„Alltaf boðinn og búinn fyrir alla í kringum sig og hugsaði um okkur fjölskylduna eins og gimsteina. Mér hefði þótt hræðilegt að hann hefði dáið án þess að hann hefði fengið að heyra hversu mikið við elskuðum hann og vorum þakklát fyrir hann. Því hann átti það svo sannarlega skilið að vita það.“

Drífa segir engan vera fullkominn, en Halli hafi komist ansi nálægt því. 

„Hann var aldrei vondur við nokkurn mann og átti enga óvini. þó hann hefði upplifað margt hræðilegt um ævina og komið frá vægast sagt toxic umhverfi þá var hann vandaðasti og besti maður sem ég hef kynnst og ekkert eðlilega myndarlegur. 

Það er líka svo merkilegt að sjá að tvær sæmilegar manneskjur geta orðið besta útgáfan af sjálfum sér ef þau passa saman. Alveg eins og tvær frábærar manneskjur geta orðið hræðilegar og versta útgáfan af sér ef þær passa ekki saman,“ segir Drífa. 

Hún segir að ef guð lofi þá finni hún „einhvern tímann mann aftur sem passar fyrir mig en ég samt efast um að svona manneskjur eins og hann séu á hverju strái. En hann er með mér alla daga þessi sæti besti vinur minn sem hann er svo ég er viss um að hann passar að ég geri engar vitleysur.“

Biðlar til foreldra að tala fallega saman

Drífa segist vona að öll hjón venji sig á að tala fallega saman, fyrir sig og fyrir börnin. „Og ef þau passi ekki saman að þau haldi þá áfram leitinni að finna manneskju sem passar við sig. Lífið er svo stutt.

Rifrildi og drama eru svo mikill orkuþjófur og óþarfi að það er engum holtl að búa í svoleiðis umhverfi. Stjórnsemi er líka eitruð og allir einstaklingar verða að fá að hafa sína vængi.. Afbrýðisemi er óþolandi og fýlustjórnun og mislyndi er vægast sagt ósjarmerandi. Ekkert af þessu hrjáði Halla svo gangi mér vel bara,“ segir Drífa. 

Hefur reynt að láta sorgina ekki heltaka sig

Drífa segir í viðtali við Vísi að hún hafi reynt að láta sorgina eftir fráfall Halla ekki heltaka líf sitt. „Ég ákvað strax að börnin mín myndu ekki missa mömmu sína líka þennan dag og hef ég því gert allt sem ég get til að halda lífi okkar eins líku því og það var áður. Það er náttúrulega engan vegin eins, þar sem bæði pabbi þeirra og heimilið okkar fór samdægurs en þau allavega misstu mig ekki eins og vel getur gerst þegar sorgin heltekur fólk.“

Drífa endar færslu sína á Instagram með því að óska Halla innilega til hamingju með daginn hans og segir fjölskylduna fá sér steik og rautt í tilefni dagsins. „Allt eins og þú vildir hafa það.“  Fjölskylda Halla brá sér á veitingastaðinn Krydd í Hafnarfirði, heimabæ Halla og segir Drífa við Vísi að móðir hennar, Anna Árnadóttir, hafi komið með en hún reyndist Halla eins og móðir hans að sögn Drífu. 

„Halli og mamma voru mjög náin og áttu fallegt samband. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það. Hún hefur staðið við bakið á mér og krökkunum sem klettur og er með okkur öllum stundum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“