Lögreglan í Newcastle hefur hafið formlega rannsókn á slagsmálum þar sem Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle sést í átökum.
Atvikið átti sér stað snemma morguns, þann 20 ágúst. Lascelles hafði komið heim á laugardagskvöldi til Newcastle eftir leik gegn Manchester City.
Lascelles fór út á lífið með bróður sínum og fóru þeir á skemmtistaðinn, Chinawite þar sem allt sauð upp úr fyrir utan.
Maður gaf þá bróðir fyrirliðans, olnbogaskot í hálsinn. Lascelles steig inn í og ýtti mönnum frá.
Oh dear Lascelles! #NUFC pic.twitter.com/hyYP7xtR0I
— JamesGrey (@JimNufc3101) August 28, 2023
Þá var vodka flösku kastað í átt að Lascelles, sex til átta manns réðust þá að Lascelles og kýldu hann en barði frá sér.
Menn úr glæpaklíku í Newcastle voru í slagsmálunum og hótuðu að skjóta Lascelles og bróðir hans. Atvikið er til rannsóknar.
#NUFC club-captain Jamal Lascelles caught in a devastating brawl Sunday evening. The star defender is video’d wearing a black T-shirt and green gilet.
NUFC have refused to comment on this. ⚫️⚪️ pic.twitter.com/KDPmJ99wfU
— Joseph Brown (@JosephBrownJrno) August 28, 2023